Al Ittihad er tilbúið að bjóða 200 milljónir punda í Mohamed Salah eftir að Liverpool hafnaði fyrsta tilboði. Sky Sports segir frá.
Sádarnir eiga sér þann draum að fá Salah til landsins og Al Ittihad ætla að reyna að fá hann til félagsins.
Sádarnir buðu tæplega 150 milljónir punda í Salah en Liverpool hafnaði því.
Nú segir Sky Sports að Al Ittihad sé tilbúið að prufa 200 milljóna punda tilboð og sjá hvað Liverpool segir þá.
Samkvæmt fréttum er Salah sagður klár í að skoða tilboð Al Ittihad enda myndu laun hans hækka all verulega.
Paul Merson fór yfir málið á Sky Sports og segir að Liverpool muni ekki geta hafnað 200 milljóna punda tilboði.