Íþróttavikan er farin að rúlla á ný á 433.is og í Sjónvarpi Símans undir hlekk Hringbrautar. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson stýra þættinum áfram en gestur í fyrsta þætti er handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson.
Spánn varð heimsmeistari kvenna í knattspyrnu á dögunum eftir frábært mót. Liðið vann England í úrslitaleik.
Eftir mót hefur fréttaflutningur hins vegar mikið snúið að hegðun landsliðsþjálfarans og forseta spænska knattspyrnusambandsins. Þjálfarinn er afar umdeildur og ekki bætti úr skák þegar hann kleip í brjóst samstarfskonu á varamannabekknum í úrslitaleiknum.
Forsetinn kyssti þá leikmann liðsins ansi þvinguðum kossi.
„Þetta er súrt, beiskt og allt sem er vont á bragðið. Það er með ólíkindum að þetta skuli eiga sér stað og maður veltir fyrir sér hvað er í gangi,“ sagði Arnar um málið.
„Eina sem mér dettur í hug er að það hafi eitthvað komið fyrir hann, eða að hann hafi verið í vímu eða eitthvað,“ bætti hann við.
Umræðan í heild er í spilaranum.