fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

Þrjú félög reyna að fá Þorra í glugganum – Tvö þegar lagt fram tilboð

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 1. ágúst 2023 09:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjú félög hafa áhuga á að fá Þorra Mar Þórisson til liðs við sig frá KA um þessar mundir. Tvö þeirra eru innlend og eitt erlent. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, segir frá þessu í samtali við 433.is.

Það vakti athygli margra að Þorri var ekki í leikmannahópi KA í síðasta leik gegn KA. Sævar segir fjarveru hans þar þó ekki tengjast hugsanlegum félagaskiptum, hann hafi einfaldlega ekki verið valinn í hópinn líkt og Ásgeir Sigurgeirsson í sama leik.

Hins vegar er áhugi á Þorra innanlands sem og erlendis og hafa tvö íslensk félög þegar boðið í bakvörðinn.

„Eins og staðan er hefur það ekki farið lengra en það að við höfum sagt nei,“ segir Sævar við 433.is í morgunsárið.

Hann útilokar þó ekki að Þorri yfirgefi KA í glugganum. „Það kemur til greina að selja alla leikmenn.“

Sævar vildi ekki fara nánar út í hvaða íslensku félög hafa boðið í Þorra en samkvæmt heimildum 433.is er eitt þeirra Valur.

Þá er eitt erlent félag sem Sævar segir hafa lýst yfir áhuga á Þorra.

Lið KA er mætt til Dublin þar sem það mætir Dundalk í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar á fimmtudag. Fyrri leik liðanna lauk með 3-1 sigri KA hér heima og liðið því í sterkri stöðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Williams dreymir um að spila á Old Trafford: ,,Allir ungir leikmenn vilja spila þar“

Williams dreymir um að spila á Old Trafford: ,,Allir ungir leikmenn vilja spila þar“
433Sport
Í gær

England: Liverpool einum sigri frá titlinum

England: Liverpool einum sigri frá titlinum
433Sport
Í gær

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Stefán Gísli keyptur til Vals

Stefán Gísli keyptur til Vals