Það vakti athygli margra að Þorri var ekki í leikmannahópi KA í síðasta leik gegn KA. Sævar segir fjarveru hans þar þó ekki tengjast hugsanlegum félagaskiptum, hann hafi einfaldlega ekki verið valinn í hópinn líkt og Ásgeir Sigurgeirsson í sama leik.
Hins vegar er áhugi á Þorra innanlands sem og erlendis og hafa tvö íslensk félög þegar boðið í bakvörðinn.
„Eins og staðan er hefur það ekki farið lengra en það að við höfum sagt nei,“ segir Sævar við 433.is í morgunsárið.
Hann útilokar þó ekki að Þorri yfirgefi KA í glugganum. „Það kemur til greina að selja alla leikmenn.“
Sævar vildi ekki fara nánar út í hvaða íslensku félög hafa boðið í Þorra en samkvæmt heimildum 433.is er eitt þeirra Valur.
Þá er eitt erlent félag sem Sævar segir hafa lýst yfir áhuga á Þorra.
Lið KA er mætt til Dublin þar sem það mætir Dundalk í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar á fimmtudag. Fyrri leik liðanna lauk með 3-1 sigri KA hér heima og liðið því í sterkri stöðu.