fbpx
Föstudagur 11.apríl 2025
433Sport

Úthlutanir úr mannvirkjasjóði 2023

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 31. júlí 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórtán umsóknir bárust í mannvirkjasjóð KSÍ árið 2023 og er heildarkostnaður við áætlaðar framkvæmdir 594 miljónir króna. Til úthlutunar úr sjóðnum í ár eru 40 milljónir.

Mannvirkjanefnd KSÍ og starfsmaður mannvirkjanefndar ásamt framkvæmdastjóra KSÍ fóru yfir innsendar umsóknir á fundum nefndarinnar þann 31. maí, 29. júní og 4. júlí.

Unnið var heildstætt mat á öllum umsóknum og þær metnar með hliðsjón af gildandi skorkorti. Þannig var unninn listi með einkunnagjöf sem er grunnurinn að tillögu til stjórnar KSÍ. Stjórn KSÍ samþykkti tillögu mannvirkjanefndar um eftirtaldar úthlutanir úr sjóðnum:

Nafn umsóknar og styrkupphæð

  • Breiðablik – Endurnýjun á gervigrasi á Kópavogsvelli 8,000,000 kr
  • Breiðablik – Aðgangshlið á Kópavogsvöll 400,000 kr
  • Breiðablik – Ný varamannaskýli á Kópavogsvöll 1,800,000 kr
  • Grindavík – Endurnýjun á Hljóðkerfi 445,925 kr
  • Höttur – Endurnýjun á Gervigrasi 10,000,000 kr
  • Höttur – Framkvæmdir við vallarhús 5,714,782 kr
  • ÍA – búningsklefar kvk 480,000 kr
  • Keflavík – LED vallarklukka 500,000 kr
  • Keflavík – Stúka og Salernisaðstaða 1,808,944 kr
  • Keflavík – Varamannaskýli 1,308,240 kr
  • Selfoss – Breyting á klefum 888,600 kr
  • Vestri – Endurnýjun á gervigrasi 9,000,000 kr

Heildarupphæð 40,346,491 kr

Vakin er athygli á því að samkvæmt kröfum UEFA (sem fjármagnar sjóðinn) skal KSÍ njóta góðra kjara komi til þess að KSÍ leigi þá aðstöðu sem fjármögnuð er að hluta til með styrk úr sjóðnum.

Minnt er á eftirfarandi ákvæði í reglugerð um mannvirkjasjóð KSÍ varðandi greiðslur úr sjóðnum:
• Umsækjandi skal leita eftir áliti mannvirkjanefndar KSÍ s.s. vegna endurnýjunar á leikvelli (gras yfir í gervigras eða endurnýjun gervigrass) áður en framkvæmdir hefjast. Í þeim tilvikum sem framkvæmd er unnin án þess að vera til þess fallin að uppfylla ákvæði reglna/leyfiskerfa KSÍ þá fellur styrktarheimild niður.
• Áður en styrkur er greiddur út skal starfsmanni mannvirkjanefndar KSÍ sent staðfest kostnaðaruppgjör framkvæmdanna af skoðunarmanni/endurskoðanda. Einnig skal fylgja viðeigandi sundurliðun og úttekt byggingarfulltrúa um lok framkvæmda ef framkvæmdin er leyfisskyld.
• Vilyrði KSÍ fyrir styrk úr mannvirkjasjóði fellur niður ef framkvæmdir félags hefjast ekki á því almanaksári sem vilyrðið fyrir styrk er veitt.
• Hafi vilyrði fyrir styrk úr mannvirkjasjóði verið veitt, en félag sér fram á að framkvæmdir muni ekki hefjast á því almanaksári sem vilyrði er veitt, er félagi heimilt að óska eftir frestun á umsókn sinni um styrkveitingu.
• Ósk um frestun, sem þarf að vera skrifleg og rökstudd, þarf að berast starfsmanni mannvirkjanefndar KSÍ eigi síðar en einum mánuði fyrir lok þess almanaksárs sem fyrirhugaðar framkvæmdir áttu að hefjast.
• KSÍ birtir árlega lista yfir styrki sem veittir hafa verið úr mannvirkjasjóði KSÍ.
• Styrkurinn verður greiddur út þegar framkvæmdum er lokið.
• Vilyrði fyrir styrkveitingu er háð því að framkvæmdum sé lokið fyrir 31. desember 2023.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elín Metta komin heim
Sport
Fyrir 8 klukkutímum
Elín Metta komin heim
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arsenal gefst upp á Isak – Farnir að horfa til framherja sem Liverpool hefur líka áhuga á

Arsenal gefst upp á Isak – Farnir að horfa til framherja sem Liverpool hefur líka áhuga á
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Vilja henda stjörnunni úr Danmörku fyrir hraðakstur

Vilja henda stjörnunni úr Danmörku fyrir hraðakstur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Umboðsmaður hjá lykilmanni Liverpool segir drauminn að hann spili fyrir Real Madrid

Umboðsmaður hjá lykilmanni Liverpool segir drauminn að hann spili fyrir Real Madrid
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lögreglan tók 27 milljóna króna bíl af manninum – Ástæðan var einföld

Lögreglan tók 27 milljóna króna bíl af manninum – Ástæðan var einföld
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mun Arsenal kaupa dýrasta leikmann í sögu enska boltans í sumar?

Mun Arsenal kaupa dýrasta leikmann í sögu enska boltans í sumar?
433Sport
Í gær

Postecoglou þarf að óttast um starf sitt – Spurs ræðir við annan stjóra í ensku deildinni

Postecoglou þarf að óttast um starf sitt – Spurs ræðir við annan stjóra í ensku deildinni