Vincent Kompany, knattspyrnustjóri Burnley heimsótti Íslands um liðna helgi og skemmti sér vel ef marka má færslu á Facebook.
Kompany tók sér stutt frí frá undirbúningstímabili Burnley og heimsótti land og þjóð.
Gera má ráð fyrir að Kompany hafi fengið góð ráð frá Jóhanni Berg Guðmundssyni kantmanni Burnley.
Kompany sem kom Burnley upp í ensku úrvalsdeildina á fyrsta tímabili heimsótti meðal annars Lava safnið.
Safnið er staðsett á Suðurlandi og birtu þau mynd af Kompany þar sem hann skoðaði hlutina.