Lille í Frakklandi hefur staðfest kaup sín á Hauki Andra Haraldssyni frá ÍA í Lengjudeildinni. Haukur er 17 ára gamall.
Kaupin vekja nokkra athygli því í upphafi vikunnar keypti Lille, Hákon Arnar Haraldsson á 2,2 milljarða frá FCk í Danmörku.
Lille lætur ekki einn Haraldsson duga og kaupir því yngri bróðir hans líka.
Haukur er þremur árum yngri en Hákon en hann gerir þriggja ára samning við franska félagið.
Þeir bræður verða því saman í Lille næstu árin og ekki útilokað að öll þeirra fjölskylda flytji til Frakklands.