Það eru ekki allir sem kannast við nafnið Ouzy See en hann er skoskur og var lengi efnilegur knattspyrnumaður.
See er orðinn gríðarlega óvinsæll á meðal sjónvarpsáhorfenda í Bretlandi sem fylgjast með raunveruleikaþættinum Love Island.
Love Island hefur gert allt vitlaust á Bretlandi í mörg ár en þar reyna bæði konur og karlar að finna ástina.
See er einn af þeim nýjustu sem taka þátt í þættinum en hann þykir vera gríðarlega myndarlegur.
Þessi fyrrum leikmaður FC Edinburgh og Forfar Athletic er þó afskaplega óvinsæll á meðal áhorfenda.
Ástæðan er sú að See á að ná vel saman við konu að nafni ‘Ella’ í þáttunum sem er nú þegar ‘bundin’ manni að nafni Tyrique.
Áhorfendur voru gríðarlega hrifnir af tengingunni á milli Ella og Tyrique en fyrrum knattspyrnumaðurinn See virðist vera með eitt verkefni sem er að enn betur saman við Ella sem fer í taugarnar á mjög mörgum.
Myndir af See má sjá hér fyrir neðan en hann hefur einnig starfað sem fyrirsæta.