fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
433Sport

Viktor borgaði 50 þúsund til að komast nær Ronaldo á Íslandi – Lýsir óvæntum viðbrögðum þegar hann loks hitti hann

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 27. júní 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viktor Benóný Benediktsson, leikari og samfélagsmiðlastjarna, er mikill aðdáandi knattspyrnugoðsagnarinnar Cristiano Ronaldo. Hann gekk lengra en flestir til að hitta á kappann er hann var staddur hér á landi á dögunum með portúgalska landsliðinu.

Það fór ekki framhjá neinum hér á landi þegar Ronaldo mætti ásamt portúgalska landsliðinu til að keppa við það íslenska í undankeppni EM 2024 í síðustu viku.

Fjöldi manns flykktist til að mynda að Grand Hótel þar sem Ronaldo og félagar dvöldu daginn fyrir leikinn við Ísland. Færri tóku þó upp á því að panta sér gistingu á hótelinu. Það gerði hinn 17 ára gamli Viktor hins vegar og greiddi 50 þúsund krónur fyrir.

„Það var ekkert annað í boði en að splæsa 50 þúsund kalli í þetta,“ segir Viktor í samtali við DV, en hann er gríðarlega mikill aðdáandi Ronaldo.

„Ég held með Manchester United og Real Madrid út af Ronaldo,“ bætir hann við, en Viktor var sjálfur lengi í fótbolta. „Þá var maður einmitt mikið að herma eftir Ronaldo.“

Undanfarin ár hefur hann hins vegar getið sér gott orð í leiklist. Lék hann til að mynda í kvikmyndunum Berdreymi og Víti í Vestmannaeyjum. Þá er Viktor virkur á samfélagsmiðlunum Tiktok og Instagram, en hann birti einmitt myndband af því þegar hann hitti Ronaldo á miðlum sínum.

Fraus þegar hann hitti Ronaldo

Viktor sér alls ekki eftir því að hafa eytt 50 þúsund krónum í hótelgistingu á sama hóteli og Ronaldo. „Það var rosalega skemmtilegt að vera á sama hóteli og vita af honum fyrir neðan sig,“ segir hann léttur.

Viktor hitti Ronaldo á hótelinu en segir viðbrögð sín ekki hafa verið eins og hann hafði búist við. „Það var mjög gaman að hitta hann og ég hafði gullið tækifæri til að knúsa hann, fá eiginhandaráritun eða eitthvað. En raddböndin fóru bara og ég fraus.“

Leikurinn sjálfur fór 0-1 fyrir Portúgal og skoraði Ronaldo sigurmarkið í blálokin. Grátlegt fyrir okkur Íslendinga. Einhverjir tóku þó upp á því að fagna markinu. Þrátt fyrir að vera mikill aðdáandi Ronaldo dregur Viktor línuna þar.

„Það er nefnilega málið. Það er fyrst Ísland og svo Ronaldo,“ segir Viktor Benóný Benediktsson léttur í bragði við DV.

Hér að neðan má sjá myndband Viktors sem hefur vakið mikla athygli

 

View this post on Instagram

 

A post shared by VIKTOR BENÓNÝ (@viktorbenony)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Skap stjörnu Manchester United áhyggjuefni fyrir önnur félög

Skap stjörnu Manchester United áhyggjuefni fyrir önnur félög
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fá líklega mun hærri upphæð frá Chelsea en öðrum félögum

Fá líklega mun hærri upphæð frá Chelsea en öðrum félögum
433Sport
Í gær

Svona er hópur U19 ára landsliðsins

Svona er hópur U19 ára landsliðsins
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?