fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
433Sport

Ríkharð saup hveljur er hann kveikti á sjónvarpinu um helgina – „Ég hélt að þetta væri grín“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 27. júní 2023 19:00

Mynd/Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR tók á móti KA í Bestu deild karla um helgina og vann mikilvægan sigur. Fjölmiðlamaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason var hins vegar ekki hrifinn af mætingu KR-inga á leikinn, sem fór fram í Vesturbænum.

Heimamenn unnu 2-0 sigur í leiknum og sitja nú í sjöunda sæti með 15 stig.

„Ég hélt að þetta væri eitthvað grín þegar ég horfði upp í stúku en svo var ekki. Ég ætla að giska að það hafi ekki verið mikið meira en 150 manns á leiknum,“ sagði Ríkharð gáttaður í nýjasta þætti Þungavigtarinnar.

Mikael Nikulásson var með honum í þættinum og vildi meina að mætingin hafi ekki verið eins slæm og Ríkharð hélt fram.

„Það var alveg slatti í stúkunni og líka hinum megin, þú sérð það bara ekki.“

Nákvæmur áhorfendafjöldi er ekki gefinn upp í leikskýrslu KSÍ frá leiknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skap stjörnu Manchester United áhyggjuefni fyrir önnur félög

Skap stjörnu Manchester United áhyggjuefni fyrir önnur félög
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fá líklega mun hærri upphæð frá Chelsea en öðrum félögum

Fá líklega mun hærri upphæð frá Chelsea en öðrum félögum
433Sport
Í gær

Svona er hópur U19 ára landsliðsins

Svona er hópur U19 ára landsliðsins
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?