Daily Telegraph segir frá því að Tottenham sé tilbúið að selja Harry Kane en til þess þurfi tilboð FC Bayern að hækka boð sitt.
Bayern byrjaði á því að bjóða um 60 milljónir punda plús bónusa en því hafnaði Spurs.
Telegraph segir að Tottenham gæti brotnað ef tilboðið verður 80 milljónir punda plús bónusar.
Telegraph segir einnig að þetta sé bara með tilboð frá erlendum liðum, Tottenham vill ekki selja hann innan Englands.
Harry Kane er í sumarríi og er sagður liggja yfir hlutunum en Thomas Tuchel þjálfari Bayern er sagður leggja mikla áherslu á að fá Kane.