Hópur stuðningsmanna Manchester United hefur boðað til mótmæla á Old Trafford á morgun til að mótmæla eigendum félagsins, Glazer fjölskyldunni.
Glazer fjölskyldan hefur verið með félagið í söluferli í átta mánuði en enginn niðurstaða hefur fengist.
Hópurinn sem kallar sig The 1958 hefur boðað til mótmæla á morgun á tíma og félagið kynnir nýjan búning sinn.
Sheik Jassim frá Katar og Sir Jim Ratcliffe hafa átt í löngum viðræðum við Glazer fjölskylduna án niðurstöðu.
Langur tími í söluferlinu hefur leitt til þess að Erik ten Hag er í óvissu um hvað hann getur gert á leikmannamarkaðnum í sumar.
Glazer fjölskyldan vill ekki eyða peningum í leikmenn ef þeir eru að selja félagið og nýr mögulegur eigandi getur ekkert gert á meðan ferlið er ekki klárað.