Kepa Arrizabalaga og Andrea Martinez giftu sig á Marbella um helgina. Brúðkaupið var afar glæsilegt.
Arrizabalaga er markvörður Chelsea og voru að sjálfsögðu nokkrir knattspyrnumenn á svæðinu, fyrrum liðsfélagar sem og núverandi.
Mátti til að mynda sjá Mateo Kovacic og Kai Havertz, sem báðir eru á förum frá Chelsea.
Einnig voru þeir Alvaro Morata og Jorginho á svæðinu.
Jorginho birti mynd til staðfestingar um að Havertz væri að ganga í raðir Arsenal. Vakti hún mikla athygli, en Jorginho fór frá Chelsea til Arsenal fyrr á þessu ári.
Hér að neðan má sjá myndir úr brúðkaupinu.