Ríkharð Óskar Guðnason íþróttafréttamaður á Stöð2 Sport hefur beðið Heimi Guðjónsson, þjálfara FH, afsökunar á að hafa efast um hæfileika hans sem þjálfara.
Margur sérfræðingurinn taldi Heimi ekki lengur þjálfara í hæsta gæðaflokki eftir erfiða 18 mánuði með Val.
Heimir var ráðinn þjálfari FH síðasta haust og hefur heldur betur tekist að snúa við erfiðu gengi liðsins. FH var með 19 stig eftir 22 leiki í fyrra, 21 stig eftir 12 leiki í ár.
„Ég ætla að biðja Heimi afsökunar, fyrir einhverju síðan fannst mér hann hafa misst touchið. Væri ekki búinn að uppfæra sig, ég ætla að biðja hann afsökunar. Ég dreg þessi orð til baka,“ sagði Ríkharð Óskar í Þungavigtinni í dag.
Heimir gerði Val að Íslandsmeisturum árið 2020 og hann hafi áður unnið magnað starf með FH en var rekinn úr starfinu þar árið 2017 en snéri aftur siðasta haust og hefur tekist að koma liðinu í g´r.
„Hann er búinn að búa til FH gildin á engum tíma,“ segir Ríkharð