Ange Postecoglou stjóri Tottenham er klár í að losa allt að tíu leikmenn frá félaginu í sumar en þar á meðal er Hugo Lloris fyrirliði liðsins.
The Athletic fjallar um málið en Lloris hefur verið í ellefu ár hjá Tottenham en hann hefur verið orðaður við lið í Sádí Arabíu.
The Athletic segir að fjórir varnarmenn geti fundið sér nýtt lið en um er að ræða Davinson Sanchez, Japhet Tanganga, Joe Rodon og Sergio Reguilon.
Hinn uppaldi Harry Winks má finna sér nýtt lið en nýi stjórinn hefur ekki áhuga á að nota hann. Alfie Devine verður svo sendur á lán.
Miðjumennirnir Giovani Lo Celso og Tanguy Ndombele geta fundið sér nýtt félag samkvæmt sömu frétt.
Ivan Perisic gæti svo farið en hann kom fyrir ári síðan til að vinna með Antonio Conte sem var svo rekinn í vor.