Liverpool er komið á fullu í baráttuna um Romeo Lavia miðjumann Southampton en Arsenal er einnig skoða stöðuna.
Þessi 19 ára gamli miðjumaður kom til Southampton frá Manchester City fyrir ári síðan.
Lavia átti góða spretti með Southampton en liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni.
Talið er að Southamton vilji fá 50 milljónir punda fyrir Lavia en Manchester United og Chelsea hafa einnig verið nefnd til sögunnar.
Liverpool er að leitast eftir styrkingu á miðsvæðið en Alexis Mac Allister kom í upphafi sumars og búist er við fleiri leikmönnum.