Luka Modric ætlar að hefja enn eitt tímabilið með Real Madrid í lok sumars.
Það var greint frá þessu í morgun, en Modric skrifar undir nýjan eins árs samning við spænska risann.
Modric hefur verið á mála hjá Rela Madrid síðan 2012 og verið algjör lykilmaður á miðjunni.
Króatinn er orðinn 37 ára gamall en ætlar að halda áfram að spila á hæsta stigi fótboltans.
Modric hefði hins vegar getað farið til Sádi-Arabíu og þénað mun meiri pening.
Samkvæmt Fabrizio Romano hafnaði Modric einum stærsta samning í fótboltasögunni frá Sádi-Arabíu til að vera áfram hjá Real Madrid.
Understand Luka Modrić received one of biggest salary proposals ever in football from Saudi. 🇸🇦
He decided to turn down the bid with the utmost respect. ⛔️
There’s only one reason: he wants play, fight and win again at the club of his life Real Madrid. ⚪️✨
Modrić, 2024. 🔒 pic.twitter.com/Gm42BtqBNl
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 26, 2023