Manchester United er komið langt með að ganga frá kaupum á Harry Amass bakverði Watford. Er um að ræða 16 ára gamalan vinstri bakvörð.
Manchester Evening News segir málið langt komið.
Amass er sagður gríðarlegt efni en United þarf að borga væna summu til Watford þar sem Amass hafði skrifað undir samning við félagið.
Amass hefur verið í herbúðum Watford frá 9 ára aldri en fleiri félög hafa sýnt honum áhuga.
Allt stefnir í að Amass verði fyrsti leikmaðurinn sem United kaupir í sumar en félagið er einnig á eftir Mason Mount.
Amass er á leið á HM með U17 ára landsliði Englands en hann var einu sinni í hóp hjá aðalliði Watford á síðustu leiktíð en kom ekki við sögu.