Gylfi Þór Sigurðsson er mættur til Washington þar sem hann er í viðræðum við DC United.
433.is greindi frá því í gær að Gylfi væri í viðræðum við DC United og að hann myndi heimsækja félagið á næstu dögum.
Nú segir breska götublaðið The Sun frá því að Gylfi sé mættur til Washington í viðræður.
Þjálfari DC United er Wayne Rooney fyrrum samherji Gylfa Þórs hjá Everton. Með liðinu leikur svo hinn öflugi Guðlaugur Victor Pálsson.
Gylfi Þór hefur ekki leikið knattspyrnu undafarin tvö ár en endurkoma hans á völlinn virðist nú nálgast og mestar líkur á að endurkoman verði í MLS deildinni.
Gylfi Þór fagnar 34 ára afmæli sínu í haust en fyrir utan eitt og hálft ár í Þýskalandi hefur Gylfi verið búsettur í Bretlandi frá árinu 2005.
Samningur hans við Everton rann út fyrir ári síðan en rannsókn á máli hans í Bretlandi var felld niður í vor þar sem engar líkur voru taldar á að hann yrði dæmdur fyrir meint brot.