Barcelona hefur staðfest komu Ilkay Gundogan á frjálsri sölu til félagsins frá Manchester City.
Hinn 32 ára gamli Gundogan hefur verið í sjö ár hjá Manchester City og unnið allt sem hægt er að vinna.
Þjóðverjinn átti ansi gott tímabil þegar City vann þrennuna.
Nú tekur við ný áskorun í Katalóníu. Börsungar eru ríkjandi Spánarmeistarar en verið í vandræðum í Meistaradeild Evrópu undanfarið.
Gundogan gerir tveggja ára samning með möguleika á árs framlengingu hjá Barcelona.
💙❤ @IlkayGuendogan is CULER! pic.twitter.com/DrbOOIMSLe
— FC Barcelona (@FCBarcelona) June 26, 2023