Arsenal lagði í morgun fram annað tilboð sitt í Jurrien Timber, leikmann Ajax.
Timber er 22 ára gamall miðvörður sem getur einnig leikið sem hægri bakvörður. Hollendingurinn kom upp í gegnum unglingastarf Ajax og var algjör lykilmaður á síðustu leiktíð.
Fyrsta tilboð í síðustu viku Arsenal hljóðaði upp á 30 milljónir punda. Ajax vill hins vegar nær 50 milljónum punda. Timber á tvö ár eftir af samningi sínum við Ajax.
Nýjasta tilboð Arsenal er í kringum 40 milljónir punda og spurning hvort Ajax sé til í að samþykkja það.
Bayern Munchen hefur einnig sýnt Timber áhuga en kappinn vill frekar fara til Arsenal.
Arsenal are getting closer to signing Jurrien Timber after 2nd official bid submitted today. 🚨⚪️🔴 #AFC
Understand value of the second proposal is close to €45/48m.
Contract ready and agreed until 2028 as Timber has been clear: he loves Arsneal project and wants to join them. pic.twitter.com/c1XDMPPpJz
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 26, 2023