Phil Foden og Rebecca Cooke hafa stofnað Instagram-reikning fyrir son sinn, Ronnie.
Foden er leikmaður Manchester City og vann hann þrennuna með liðinu á nýafstaðinni leiktíð.
Hann og Cooke hafa verið í sambandi lengi.
Þau stofnuðu Instagram-reikning fyrir soninn og tók aðeins 14 klukkutíma fyrir hinn 4 ára Ronnie að safna milljón fylgjenda.
Foreldrar Ronnie stjórna auðvitað reikningum og hafa birt tvær myndir. Þar er sá stutti með pabba sínum eftir sigur í Meistaradeild Evrópu á dögunum.