Luke Shaw, vinstri bakvörður Manchester United, gæti spilað varahlutverk fyrir félagið á næstu leiktíð.
Frá þessu greinir the Independent en Man Utd er að reyna við bakvörðinn Federico Dimarco.
Dimarco er leikmaður Inter Milan og heillaði marga með frammistöðu sinni á síðustu leiktíð.
Independent segir að Man Utd sé búið að ræða við Inter um Dimarco en hann er 25 ára gamall og er verðmetinn á 40 milljónir evra.
Dimarco er fæddur árið 1997 og hefur verið samningsbundinn Inter næstum allan sinn feril fyrir utan eitt ár hjá Sion í Sviss árið 2018.
Dimarco á einnig aðs baki 10 landsleiki fyrir Ítalíu og gæti orðið aðalmaðurinn í bakverði Man Utd á næstu leiktíð.