Harry Kane, leikmaður Tottenham, er í viðræðum við þýska stórliðið Bayern Munchen.
Frá þessu greinir blaðamaðurinn Christian Falk sem er ansi tengdur og mjög virtur í Þýskalandi.
Margir búast við að Kane sé á förum frá Tottenham í sumar og hefur verið orðaður við Manchester United.
Falk segir að Kane sé að íhuga sína möguleika og að hann sé opinn fyrir því aðs færa sig til Þýskalands ef allt gengur upp.
Daniel Levy, eigandi Tottenham, vill hins vegar fá 100 milljónir punda fyrir Kane sem er fæddur árið 1993.
Kane hefur allan sinn feril verið bundinn Tottenham og er markahæsti leikmaður í sögu félagsins.