fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433Sport

Gylfi Þór í viðræðum við lið í Bandaríkjunum – Fyrrum samherji þjálfari og Íslendingur er í liðinu

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 25. júní 2023 18:17

Benitez og Gylfi Þór Sigurðsson störfuðu saman hjá Everton. Mynd/Everton

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson er í viðræðum við DC United um að ganga í raðir liðsins sem leikur í MLS deildinni í Bandaríkjunum. Þetta herma heimildir 433.is.

Þjálfari DC United er Wayne Rooney fyrrum samherji Gylfa Þórs hjá Everton. Með liðinu leikur svo hinn öflugi Guðlaugur Victor Pálsson.

Samkvæmt heimildum 433.is hafa viðræður Gylfa við DC United þokast vel og mun hann heimsækja félagið á næstu dögum.

Gylfi Þór hefur ekki leikið knattspyrnu undafarin tvö ár en endurkoma hans á völlinn virðist nú nálgast og mestar líkur á að endurkoman verði í MLS deildinni.

Gylfi Þór fagnar 34 ára afmæli sínu í haust en fyrir utan eitt og hálft ár í Þýskalandi hefur Gylfi verið búsettur í Bretlandi frá árinu 2005.

Samningur hans við Everton rann út fyrir ári síðan en rannsókn á máli hans í Bretlandi var felld niður í vor þar sem engar líkur voru taldar á að hann yrði dæmdur fyrir meint brot.

„Þetta er mjög langur tími sem hann hefur ekki getað spilað fótbolta. Í ljósi niðurstöðu málsins þá vona ég að hann geti fundið leiðina aftur inn í leikinn. Það er enginn ástæða fyrir því að hann ætti ekki að geta það,“ sagði Mark Haslam lögmaður Gylfa Þórs í samtali við 433.is á sínum tíma.

„Þetta hefur verið mjög erfiður tími fyrir hann og fjölskylduna. Sá tími hefur verið gerður erfiðari með miklu af ónákvæmum upplýsingum sem gefnar voru fjölmiðlum og settar í loftið,“ segir Haslam.

MLS deildin er alltaf að komast betur á kortið en koma Lionel Messi þangað í sumar mun setja augu heimsins á deildina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

17 ára drengur handtekinn vegna ummælanna á netinu

17 ára drengur handtekinn vegna ummælanna á netinu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

De Bruyne tjáir sig – „Skrifa ekki undir tíu ára samning“

De Bruyne tjáir sig – „Skrifa ekki undir tíu ára samning“
433Sport
Í gær

Hákon Arnar byrjar á Anfield

Hákon Arnar byrjar á Anfield
433Sport
Í gær

Áhrifavaldurinn heimsfrægi fór langt yfir strikið í beinni útsendingu: Minnti hann á frægt framhjáhald – ,,Börnin mín líta upp til hans“

Áhrifavaldurinn heimsfrægi fór langt yfir strikið í beinni útsendingu: Minnti hann á frægt framhjáhald – ,,Börnin mín líta upp til hans“
433Sport
Í gær

Amorim trylltist af reiði – Eyðilagði sjónvarp

Amorim trylltist af reiði – Eyðilagði sjónvarp
433Sport
Í gær

Parið setti sér þessa reglu í svefnherberginu – Ef þau brutu hana gerðu þau þetta

Parið setti sér þessa reglu í svefnherberginu – Ef þau brutu hana gerðu þau þetta