Cesar Azpilicueta, fyrirliði Chelsea, er nú að reyna að fá samningi sínum við félagið rift.
Frá þessu greina ítalskir miðlar en blaðamaðurinn virti Gianluca Di Marzio fjallar einnig um málið.
Samkvæmt Di Marzio hefur Inter Milan mikinn áhuga á varnarmanninum sem var orðaður við Barcelona í fyrra.
Azpilicueta hefur leikið með Chelsea í yfir tíu ár en hann kom til félagisins frá Marseille á sínum tíma.
Azpilicueta er samningsbundinn til næsta árs en hann vonast til þess að hans samningi verði rift.
Spánverjinn vill komast í nýtt umhverfi og fá nýja áskorun og gæti Inter reynst frábær kostur í það verkefni.
Samkvæmt nýjustu fregnum er Azpilicueta búinn að ná samkomulagi við Inter og er því að kveðja Chelsea fyrir full og allt.