Bakvörðurinn Raphael Guerreiro hefur skrifað undir samning við þýska stórliðið Bayern Munchen.
Þetta hefur Bayern staðfest en Guerreiro hefur undanfarin sjö ár spilað með Borussia Dortmund.
Hann er enn einn leikmaðurinn sem Bayern fær frá Dortmund en nefna má leikmenn eins og Mats Hummels, Mario Götze og Robert Lewandowski í gegnum tíðina.
Guerreiro er 29 ára gamall en hann á að baki 64 landsleiki fyrir Portúgal.
Hann spilaði vel fyrir Dortmund á síðustu leiktíð og lagði upp 12 mörk og skoraði önnur fjögur í bakverðinum.