Kalidou Koulibaly er farinn frá Chelsea og hefur skrifað undir samning við Al-Hilal í Sádí Arabíu.
Þetta hafa félögin staðfest en Koulibaly er 32 ára gamall og kom aðeins til Chelsea síðasta sumar.
Frammistaða Chelsea var heilt yfir mjög slæm á síðasta tímabili og heillaði Senegalinn afskaplega lítið.
Chelsea samþykkti því 20 milljóna punda tilboð Al-Hilal í varnarmanninn en Ruben Neves gekk einnig í raðir liðsins frá Wolves fyrir helgi.
Chelsea borgaði mun hærri upphæð fyrir Koulibaly í fyrra sem var talinn einn besti varnarmaður heims er hann lék með Napoli.