Timothy Weah, leikmaður Lille, er líklega á leið til ítalska stórliðsins Juventus í sumarglugganum.
Frá þessu greinir blaðamaðurinn Fabrizio Romano en hann er gríðarlega virtur í bransanum.
Weah er einmitt sonur Geoerge Weaah sem spilaði með AC Milan í fimm ár á sínum tíma frá 1995 til 200.
Weah eldri var frábær leikmaður á sínum tíma og vann til að mynda Ballon D’or árið 1995.
Timothy er 23 ára gamall og er landsliðsmaður Bandaríkjanna en hann hefur leikið með Lille undanfarin fjögur ár.
Vængmaðurinn mun kosta Juventus 12 milljónir evra en hann var einnig orðaður við Marseille og Sevilla.