Það var nóg um að vera í 2. deild karla í dag en fimm leikir voru spilaðir víðs vegar um landið.
Það vantaði svo sannarlega ekki upp á mörkin í dag en Víkingur Ólafsvík er í toppsætinu eftir leikina.
Víkingar unnu 2-1 útisigur á KF þar sem Björn Axel Guðjónsson gerði bæði mörk gestanna.
KFA er í öðru sæti með 17 stig, tveimur stigum á eftir Víkingum en liðið vann Hauka 3-2 í skemmtilegum leik.
Hér fyrir neðan má sjá úrslit og markaskorara dagsins.
KFA 3 – 2 Haukar
0-1 Gunnar Örvar Stefánsson
0-2 Sævar Gylfason
1-2 Inigo Arruti
2-2 Heiðar Snær Ragnarsson
3-2 Mykolas Krasnovskis
KF 1 – 2 Víkingur Ó.
0-1 Björn Axel Guðjónsson
1-1 Sævar Þór Fylkisson
1-2 Björn Axel Guðjónsson
Þróttur V. 3 – 2 Völsungur
1-0 Kári Sigfússon
1-1 Kifah Mourad
2-1 Haukur Leifur Eiríksson
3-1 Kári Sigfússon
3-2 Þórhallur Ísak Guðmundsson(sjálfsmark)
Dalvík/Reynir 3 – 1 ÍR
1-0 Borja Lopez Laguna
2-0 Sigfús Fannar Gunnarsson
2-1 Bragi Karl Bjarkason
3-1 Jóhann Örn Sigurjónsson
KV 3 – 4 Höttur/Huginn
1-0 Andi Morina
2-0 Aron Skúli Brynjarsson
2-1 Daniel Ndi
2-2 Daniel Ndi
2-3 Víðir Freyr Ívarsson
2-4 Eiður Orri Ragnarsson
3-4 Aron Skúli Brynjarsson