Luis Suarez, fyrrum leikmaður Liverpool og Barcelona, er nú að íhuga það að leggja skóna á hilluna.
Suarez skrifaði undir samning við Gremio í Brasilíu í byrjun árs en hann gerði þar tveggja ára samning.
Hnémeiðsli virðast þó ætla að verða orsökin að því að Suarez leggi skóna á hilluna 36 ára gamall.
Goal.com greinir frá og bendir á ummæli forseta Gremio sem tjáði sig um ástand Suarez á fyrr á árinu.
,,Til þess að hann geti spilað þá þarf hann að vera sprautaður fyrir hvern einasta leik og fá sérstaka meðhöndlun, hann finnur alltaf fyrir sársauka,“ sagði Albertol Guerra, forseti Gremio.
Goal segir að staða Suarez hafi versnað síðan þá og er hann nú sterklega að íhuga það að leggja skóna á hilluna.