Fred, leikmaður Manchester United, er víst til sölu fyrir aðeins 20 milljónir punda í sumarglugganum.
Frá þessu greinir Telegraph og bendir á að Fulham hafi mikinn áhuga á að næla í miðjumanninn.
Fred hefur spilað á Old Trafford síðan 2018 en hann kom þá til félagsins frá Shakhtar í Úkraínu.
United borgaði 52 milljónir punda fyrir Fred á þeim tíma en hann er bundinn félaginu til ársins 2024.
Fred er þrítugur að aldri en hann lék alls 56 leiki fyrir United á síðustu leiktíð og skoraði einnig sex mörk.
United gæti þurft að sætta sig við upphæð eins lága og 20 milljónir punda og er nú að bíða eftir boðum áður en sumarglugginn opnar.