Eins og flestir vita hefur Jude Bellingham skrifað undir samning við spænska stórliðið Real Madrid.
Bellingham er uppalinn hjá Birmingham en gekk í raðir Borussia Dortmund árið 2020 og stóð sig frábærlega þar í þrjú ár.
Real keypti leikmanninn svo í sumar fyrir 88 milljónir punda en hann er aðeins 19 ára gamall og á alla framtíðina fyrir sér.
Bellingham kom krökkum í Birmingham á óvart í vikunni sem hefur komist í fréttirnar í Bretlandi.
Fjölmargir krakkar fengu fríar treyjur Real Madrid merktar Bellingham en hann er gríðarlega vinsæll í borginni.
Bellingham var mættur í búðina ‘Store Twenty-Two’ í Birmingham á fimmtudag þar sem hann afhenti krökkum fríar treyjur með hans nafni á bakinu.