Það gæti óvænt endað þannig að Romelu Lukaku spili fyrir annað ítalskt stórlið á næstu leiktíð.
Lukaku er samningsbundinn Chelsea en spilaði með Inter Milan á láni á síðustu leiktíð.
Lukaku hefur lítinn sem engan áhuga á að spila með Chelsea næsta vetur og horfir nú í kringum sig.
Chelsea virðist ekki vera opið fyrir því að lána Lukaku aftur til Inter og nú er AC Milan að blanda sér í baráttuna.
Grannar Inter í AC eru að skoða það að leggja fram tilboð í Lukaku sem væri í kringum 40 milljónir evra.
Chelsea borgaði 98 milljónir punda fyrir Lukaku fyrir þar síðasta tímabil en hann hafði þá einmitt spilað með Inter.