Grétar Rafn Steinsson, fyrrum landsliðsmaður, er líklega að kveðja Tottenham eftir stutta dvöl hjá félaginu.
Frá þessu greina enskir miðlar en Grétar var aðstoðarmaður Fabio Paratici um tíma í London. Paratici starfaði sem yfirmaður knattspyrnumála Tottenham en var fundinn sekur um brot er hann var á mála hjá Juventus á Ítalíu.
Paratici hefur verið dæmdur í langt bann frá fótbolta og þá er Ange Postecoglou tekinn við stjórnartaumunum sem gæti viljað fá sína eigin menn inn á bakvið tjöldin.
Grétar sá um að fylgjast með leikmönnum liðsins bæði hjá aðalliði sem og í unglingastarfseminu og er nokkuð virtur í sínu starfi.
Fyrir það starfaði Grétar hjá AZ Alkmaar í Hollandi sem og Fleetwood Town og Everton á Englandi.
Grétar hefur verið bendlaður við PSV Eindhoven í Hollandi og gæti haldið þangað ef starfi hans er lokið hjá Tottenham.