Marco Silva er einn af fáum sem hefur ákveðið að hafna risatilboði frá Sádí Arabíu til að starfa áfram á Englandi.
Silva á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Fulham og er með kaupákvæði upp á sex milljónir punda.
Þessi 45 ára gamli stjóri er einnig með tilboð frá Fulham til að lengja dvöl hans þar og verður það niðurstaðan.
Silva er ákveðinn í að halda áfram að sinna verkefninu London en Al Hilal í Sádí Arabíu vildi fá hann í sínar raðir.
Portúgalinn gæti fjórfaldað laun sín ef hann færir sig til Sádí Arabíu en hefur neitað tilboði félagsins.