Ali-Hilal í Sádí Arabíu er alls ekki eina liðið sem er að eltast við miðjumanninn Bernardo Silva.
Silva spilar með Manchester City en hann hefur verið sterklega orðaður við brottför í sumar og þá sérstaklega til Sádí Arabíu.
Það eru hins vegar tvö önnur stórlið sem vilja fá Silva og það eru Barcelona á Spáni og Paris Saint-Germain í Frakklandi.
Silva er 28 ára gamall en Man City vill alls ekki losna við hann í sumar eftir að hafa unnið þrennuna á síðasta tímabili.
Peningarnir tala þó sínu máli og gæti Silva fengið betur borgað bæði í Frakklandi sem og í Sádí Arabíu.
Silva fékk tilboð frá Al-Hilal fyrr í vikunni en önnur Evrópulið eru nú að skoða það að reyna það sama.