Mason Greenwood virðist vera að kveðja Manchester United miðað við nýjustu fregnir frá Englandi.
Greenwood hefur ekkert spilað með Man Utd síðan í byrjun árs 2022 en hann var þá handtekinn grunaður um bæði nauðgun sem og líkamsárás gegn kærustu sinni á þeim tíma.
Greenwood var látinn laus fyrr á þessu ári en hann er samningsbundinn Man Utd til ársins 2025.
Samkvæmt Sun þá er Greenwood nú að leigja hús sitt í Manchester sem bendir til þess að leikmaðurinn sé að kveðja og semja við nýtt félag.
Nýlega birtust myndir af Greenwood æfandi með einkaþjálfara en útlit er fyrir að hans ferli á Englandi sé lokið í bili.
Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Man Utd árið 2019 og skoraði alls 22 mörk í 83 deildarleikjum á um tveimur árum.