KR 2 – 0 KA
1-0 Ægir Jarl Jónasson (’42)
2-0 Sigurður Bjartur Hallsson (’78)
Lið KR er taplaust í síðustu fimm leikjum sínujm í Bestu deild karla eftir leik við KA á heimavelli í kvöld.
Um var að ræða annan leik dagsins en fyrr í dag áttust við ÍBV og Valur þar sem Valsmenn unnu, 3-0.
KR vann sitt verkefni 2-0 á heimavelli en Ægir Jarl Jónasson og Sigurður Bjartur Hallsson gerðu mörkin.
KR er með 15 stig eftir fyrstu 12 umferðirnar og nú þremur stigum meira en KA sem er sæti neðar.