Rafa Benitez, fyrrum stjóri Real Madrid, Liverpool og Chelsea, er kominn í nýtt starf í heimalandinu.
Benitez hefur krotað undir samning við Celta Vigo á Spáni sem endaði í 13. sæti La Liga á síðustu leiktíð.
Benitez starfaði síðast á Englandi árið 2022 en hann var þá hjá Everton þar sem gengið var ekki frábært.
Benitez er 63 ára gamall og var orðaður við stjórastarfið hjá Leicester fyrr í þessum mánuði.
Hann mun nú reyna að gera enn betur með Celta Vigo næsta vetur og er stefnan á að enda í efri hluta deildarinnar.