Það er komið á hreint að Sandro Tonali er að ganga í raðir Newcastle. Fabrizio Romano staðfestir að skiptin séu að ganga í gegn.
Tonali kemur frá AC Milan og greiðir Newcastle 70 milljónir evra fyrir miðjumanninn. Hann verður jafnframt sá dýrasti í ítalskri knattspyrnusögu.
Ítalinn gerir langtímasamning við enska félagið, til 2029.
Tonali mun þéna 7 milljónir evra í árslaun á Norður-Englandi. Geta þau hækkað í 9 milljónir punda.
Ítalinn hefur verið á mála hjá Milan síðan 2021 en fer nú í hið nýríka félag Newcastle, sem er á leið í Meistaradeild Evrópu á ný á næstu leiktíð.
Sandro Tonali to Newcastle, here we go! Agreement for €70m fee with add-ons. Milan will also have sell-on clause. 🚨⚪️⚫️ #NUFC
Medical done, contracts ready.
Tonali will sign contract until 2029 for €7m per year and €2m add-ons.
It’s record sale ever for an Italian player. pic.twitter.com/Oj4jJfc15X
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 23, 2023