Besta deild karla rúllar loks af stað eftir landsleikjahlé í kvöld.
Ber hæst leikur HK og Breiðabliks í Kórnum í kvöld. Flestir muna eftir leik liðanna í fyrstu umferð, þar sem HK vann magnaðan 3-4 sigur.
Breiðablik er 7 stigum á eftir toppliði Víkings og þarf nauðsynlega að vinna í kvöld.
Víkingur mætir einmitt Stjörnunni annað kvöld.
Alls fara þrír leikir fram í kvöld og þrír á morgun.
Föstudagur
19:15 HK – Breiðablik (Kórinn)
19:15 FH – Fram (Kaplakrikavöllur)
19:15 Keflavík – Fylkir (HS Orku völlurinn)
Laugardagur
14:00 ÍBV – Valur (Hásteinsvöllur)
17:00 KR – KA (Meistaravellir)
19:15 Víkingur – Stjarnan (Víkingsvöllur)