Forráðamenn deildarinnar Í Sádí Arabíu hafa skipað stærstu félögunum þar í landi að byrja að reyna að fá Mohamed Salah í deildina nú í sumar.
Knattspyrnuáhugafólk hefur svo sannarlega tekið eftir því hversu margir leikmenn heillast nú af peningunum í Sádí Arabíu.
Salah er eitt stærsta nafnið í boltanum en þénar 350 þúsund pund á viku hjá Liverpool. Sádarnir geta boðið betur en það.
Salah er 31 árs gamall og gerði nýjan samning við Liverpool á síðustu leiktíð. Hann hefur skorað 186 mörk í 305 leikjum fyrir Liverpool.
Félög Í Sádi Arabíu munu að öllum líkindum kanna hug Mo Salah en hvort hann vilji yfirgefa Evrópu er óvíst.