Al Hilal í Sádi-Arabíu ætlar að reyna að heilla Bernardo Silva um að koma til félagsins með svakalegu tilboði.
Hinn 28 ára gamli Silva á tvö ár eftir af samningi sínum við Manchester City en hefur verið orðaður við brottför. Paris Saint-Germain hefur til að mynda áhuga á Portúgalanum.
Samkvæmt Daily Mail er Al Hilal hins vegar að undirbúa samning fyrir Silva sem myndi færa honum 75 milljónir punda (um 13 milljarða króna) á ári.
Sádar hafa látið til sín taka á félagaskiptamarkaðnum undanfarið. Cristiano Ronaldo gekk auðvitað til liðs við Al-Nassr í vetur og nú virðist fjöldinn allur af stjörnum ætla að fara að hans fordæmi.