Rúnar Alex Rúnarsson markvörður Arsenal gæti farið frá félaginu í sumar en Anderlecht hefur líklega ekki efni á honum.
Anderlecht hefur haft áhuga á að kaupa Rúnar en belgískar miðlar segja verðmiðann of háan.
Sagt er að Arsenal vilji 1 milljón punda fyrir Rúnar sem var á láni í Tyrklandi en áður var hann á láni hjá OH Leuven í Belgíu.
Rúnar þekkir Belgíu ansi vel en faðir hans Rúnars Kristinssonar lék lengi vel með Lokeren og þar ólst Rúnar Alex upp.
Sá möguleiki er fyrir hendi að Rúnar verði áfram hjá Arsenal og verði þá í baráttu um að komast á bekkinn.
Rúnar Alex var frábær í síðustu tveimur landsleikjum sem gæti hafa opnað dyrnar inn hjá klúbbum sem leita að markverði.