Eins og allir vita nú mætti Cristiano Ronaldo á Laugardalsvöll með portúgalska landsliðinu í vikunni. Sumir voru spenntari en aðrir að sjá kappann.
Ronaldo skoraði eina mark leiksins í grátlegu tapi íslenska landsliðsins gegn því portúgalska á þriðjudag. Í ofanálag var markið nokkuð umdeilt og mikil ranstöðulykt af því.
Öll augu beindust að Ronaldo í Laugardalnum í 200. landsleik kappans. Var afar vel tekið á móti honum.
Ekki allir létu það duga að bera goðsögn sína augum og vildu komast í meiri nánd við kappann.
Einn áhorfandi hljóp inn á völlinn eftir sigurmark Ronaldo og var hársbreidd frá því að ná til hans þegar Ruben Dias, liðsfélagi Ronaldo, ýtti honum frá.
Þaðan tók gæslumaður við og tók harkalega á boðflennunni.
Twitter-aðgangurinn Out of Context Football birti myndband af þessu á Twitter sem hefur vakið gríðarlega athygli. Yfir þrjár milljónir manna fylgja aðganginum og hafa vel yfir tvær milljónir séð myndbandið nú þegar, en það birtist seinni partinn í gær.
Myndbandið sem um ræðir má sjá hér að neðan.
— Out Of Context Football (@nocontextfooty) June 22, 2023