Forráðamenn Manchester United hafa setið á fundi með Andre Onana markverði Inter og rætt um möguleg skipti hans til félagsins.
Vika er í það að David de Gea verði samningslaus hjá félaginu og er staðan þannig að líklegast að hann fari.
Onana og Erik ten Hag þekkjast vel enda unnu þeir saman hjá Ajax með góðum árangri.
Inter vill fá um 50 milljónir punda fyrir Onana en talið er að United fari að gera tilboð í hann á næstu dögum.
Onana er sagður vilja fara í ensku úrvalsdeildina og Inter er tilbúið að selja hann fyrir rétta upphæð.
Andre Onana has met with officials at #mufc over a potential move worth around £50m. He is ready to move to the Premier League and Inter won’t stand in his way should they receive a substantial fee. [@NizaarKinsella] pic.twitter.com/nuTQ5cZlc7
— UtdDistrict (@UtdDistrict) June 23, 2023