Selfoss 3 – 4 ÍA
0-1 Arnór Smárason
0-2 Indriði Áki Þorláksson
0-3 Steinar Þorsteinsson
1-3 Ingvi Rafn Óskarsson
2-3 Hlynur Sævar Jónsson (Sjálfsmark)
2-4 Viktor Jónsson
3-4 Þorsteinn Aron Antonsson
Skagamenn eru komnir í baráttu efstu liða í Lengjudeildinni eftir þrjá sigurleiki í röð, ÍA vann góðan sigur á Selfoss í kvöld.
Allt stefndi í öruggan sigur ÍA sem komst í 3-0 þar sem meðal annars Arnór Smárason var á skotskónum.
Selfoss gafst ehins vegar ekki upp og minnkaði muninn í 2-3. Viktor Jónsson skoraði svo fjórða mark ÍA áður en Þorsteinn Aron Antonsson lagaði stöðuna fyrir Selfoss.
ÍA er komið upp í þriðja sæti deildarinnar og er sex stigum á eftir toppliði Aftureldingar.