Inter Miami í MLS deildinni hefur staðfest komu Sergio Busquets til félagsins en hann kemur á frjálsri sölu frá Barcelona.
Samningur miðjumannsins var á enda og tók hann ákvörðun um að fara, hafði hann úr mörgum tilboðum að velja.
Hann ákvað að elta sinn góða vin, Lionel Messi sem samdi við félagið á dögunum.
Busquets og Messi áttu frábæra tíma saman í Barcelona en líklega mun svo Jordi Alba fylgja í kjölfarið.
Busquets er 34 ára gamall en hann hefur átt magnaðan feril með Barcelona og Spáni og unnið alla stóru titlana sem eru í boði.
🚨 OFICIAL | ¡Busquets jugará en el Inter Miami!
🇺🇸 Será compañero de Leo Messi en el conjunto de la MLS.pic.twitter.com/M8HuVGPr4M
— El Chiringuito TV (@elchiringuitotv) June 23, 2023