Besti þátturinn hefur göngu sína á ný með viðureign HK og Breiðabliks en sömu lið eigast einmitt við í nágrannaslag í Bestu deild karla í kvöld. Þátturinn í ár er með aðeins breyttu sniði þar sem keppendur spreyta sig á fótbolta boccia ásamt því að svara spurningum og sparka bolta í gegnum göt á segldúk. Fyrir hönd Breiðabliks mættu Höskuldur Gunnlaugsson og Stefán Ingi Sigurðarson og fyrir HK voru það Leifur Andri Leifsson og Eurovision stjarnan Diljá Pétursdóttir.
Síðast þegar liðin mættust í Bestu deildinni var mikill hasar og sem endaði með sigri HK.
Þátturinn er fullkominn leið til þess að hita upp fyrir þennan stórslag í Bestu deildinni í kvöld. Sjón er sögu ríkari.