Eddie Nketiah framherji Arsenal er samkvæmt enskum götublöðum pirraður og reiður yfir því að félagið sé að kaupa Kai Havertz.
Ensk blöð segja að kaupin á Havertz sé aukinn samkeppni fyrir Nketiah og að honum lítist ekki vel á það.
Nketiah var varamaður að stærstum hluta á síðustu leiktíð og horfði á Gabriel Jesus byrja.
Havertz er fjölhæfur leikmaður og er talið að Mikel Arteta ætli að nota hann mest sem sóknarsinnaðan miðjumann.
Chelsea er að borga rúmar 60 milljónir punda fyrir Havertz en mögulega gæti Nketiah reynt að fara frá félaginu.